Fitjasef
Fitjasef (fræðiheiti: Juncus gerardii) er hávaxin tegund sefs. Fitjasef er afar sjaldgæft á Íslandi og finnst aðeins á tveimur stöðum, við Leiruvog í Mosfellssveit[1] og á Knarrarnesi við Eyjafjörð.[2] Annars staðar er fitjasef útbreitt við strendur norðurhvels jarðar og finnst yfirleitt á sjávarfitjum við efstu flóðmörk en finnst einnig fjarri sjó þar sem selta er í jarðvegi.[1]
Dökkasef | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Juncus gerardii |
Útlit og einkenni
breytaFitjasef er beinvaxið og hávaxið, 10-40 cm með gulgræn blöð, lin og næstum sívöl blöð.[3] Blómhlífin er dökkrauðbrún og snubbótt, 2,5-4 mm á lengd, og stoðblaðið er styttra en blómskipunin.[3] Fitjasef myndar breiður með skriðulum jarðstönglum.[3]
Fitjasef er skylt stinnasefi og líkist helst því. Þekkja má fitjasef frá stinnasefi á því að fitjasef er með fleiri og fíngerðari blómhnoð auk þess sem stoðblaðið er styttra en blómskipunin.[3]
Verndun
breytaStofnstaða fitjasefs í heiminum hefur ekki verið metinn af náttúruverndarsamtökunum IUCN. Á Íslandi finnst fitjasef aðeins á tveimur stöðum og er á válista plantna sem tegund í nokkurri hættu (VU).[4] Fitjasef er friðlýst á Íslandi.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Arnþór Garðarsson (1978). Fitjasef fundið á Íslandi, Náttúrufræðingurinn (3-4), 142-148.
- ↑ Arne Fjellberg, Bjarni E. Guðleifsson og Hörður Kristinsson (2008). Knarrarnes við Eyjafjörð – Saga, mordýr og sef. Náttúrufræðingurinn 77 (1–2), bls. 24–28.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 Hörður Kristinsson, Starri Heiðmarsson & Pawel Wasowicz (2018). Fitjasef (Juncus gerardii). Geymt 19 september 2020 í Wayback Machine Sótt 19. október 2020.
- ↑ Náttúrufræðistofnun Íslands (2018). Válisti æðplantna.
- ↑ Auglýsing um friðlýsingu nokkurra plöntutegunda. nr. 184/1978.