Fireball

Seglbátaflokkur

Fireball eða Eldhnöttur er um fimm metra löng grunnrist tvímenningskæna með eina trapisu, belgsegl og kantaðan skrokk. Hún var hönnuð af Peter Milne árið 1962. Skrokkurinn er ýmist úr krossviði, trefjaplasti eða samsettur en má mest vera 80 kíló að þyngd.

Teikning af Fireball.

Á Íslandi voru nokkrir bátar af þessari gerð smíðaðir á 8. áratugnum, þeir fyrstu af félagsmönnum í Ými í Kópavogi 1972. Keppt var í flokknum til 1980.