Fimbulljóðin níu
(Endurbeint frá Fimbulljóð)
Fimbulljóðin níu (frá fimbul- sem þýðir ‚mikið‘ eða ‚stórfellt‘ + ljóð; merkir hin níu miklu ljóð) eru ljóð sem Óðinn lærði þegar hann hékk í Aski Yggdrasils í níu daga án matar og drykkjar.
Úr Hávamálum:
- Fimbulljóð níu
- nam eg af inum frægja syni
- Bölþórs Bestlu föður
- og eg drykk of gat
- ins dýra mjaðar,
- ausinn Óðreri
Inn frægi sonur Bölþórs Bestlu föður ætti að vera móðurbróður Óðins. Sá er hins vegar ekki frægari en svo að enginn veit hver hann hefur verið. Það er því hugsanlegt að átt sé við Óðin sjálfan og að sonur eigi hér við dóttursoninn. Ef svo er hefur Óðinn lært ljóðin af sjálfum sér. Enda fær hann drykk ins dýra mjaðar sem er skáldamjöðurinn og það er Óðinn sem færir goðum og mönnum skáldskapinn.