Ferdinando Galiani
Ferdinando Galiani (2. desember 1728 - 30. október 1787) var ítalskur hagfræðingur og stjórnmálamaður sem var þekktur fyrir framlög sín til hagfræðinnar, þar á meðal í peningamálum, verðmyndunar og sálfræðileg áhrif á efnahagslegar ákvarðanir. Hann var áhrifamikill hugsuður merkantilisma á tímum upplýsingaraldarinnar og oft talinn meðal þeirra fyrstu sem athuguðu flókið samspil markaða, ríkisafskipta og mannlegrar hegðunar. [1]
Æviágrip
breytaFerdinando Galiani fæddist árið 1728 í Chieti á Ítalíu, nálægt Napólí og varð skjótt bráðsnjall ungur að aldri. Faðir hans var konunglegur endurskoðandi og þegar hann var aðeins átta ára gamall sendi hann Galiani til frænda síns Don Celestino Galiani, sem var erkibiskup Tarento, að læra hagfræði og pólitík. Undir handleiðslu frænda síns öðlaðist hann mikla hæfileika í námi á sviðum hagfræði, heimspeki og pólitík. Aðeins 22. ára gaf hann nafnlaust út sitt frægasta verk ,Della Moneta. Árið 1759 flutti Galiani til París þar sem hann var skipaður ritari sendiráðs Napólí í Frakklandi. Þar kynntist hann mörgum af helstu fræðimönnum og heimspekingum þess tíma og varð fljótt þekktur fyrir að vera vitsmunalegur og kaldhæðinn.[2][3] Hann bar með sér apa, sem var gæludýrið hans, um Versali þar sem hann starfaði. Þegar apinn hagaði sér skrýngilega notaði Galiani tækifærið til þess að bera saman uppátækjum apans við einhvern heimspeking eða stjórnmálamann.[4]
Framlög til hagfræðinnar
breytaFerdinando Galiani átti stóran hlut í því að þróa kenningar um verðmyndun og hlutverk peninga í hagkerfinu. Í frægasta verkinu hans ,Della Moneta, fjallar hann um að verð væri ekki fastmótað heldur breytilegt eftir framboði og eftirspurn. Þetta er eitt fyrsta atriðið að því sem varð síðar framboðs- og eftirspurnar kenningin sem er ein af meginstoðum hagfræðinnar. Í Della Moneta greindi Galiani peninga bæði sem fjárhagsleg tákn og sem vörur. Hann skoðaði hlutverk peninga í hagkerfinu og var meðal fyrstu fræðimanna til að leggja áherslu á að peningar væru ekki bara einhver hlutur með verðmæti heldur tól sem hjálpar til að gera viðskipti auðveldari. Hann lagði áherslu á að peningamagn í umferð myndi hafa bein áhrif á verðbólgu og stöðugleika í efnahagslífinu, sem var mikilvæg nýjung á þeim tíma. [5][6][7]
Á tímum Galiani í Frakklandi dýpkuðu hugmyndir hans um merkantilisma, hann var á móti hugmyndum búauðgisstefnunnar sem náði hámarki í Frakklandi á sama tíma. Hann leit á menn búauðgisstefnunnar sem hættulega ópraktíska menn með rangar hugmyndir. Ári eftir að dvöl hans í Frakklandi lauk árið 1770 gaf hann út annað rit ,Dialogues sur le commerce des blés, til þess að andmæla kenningum búauðgisstefnunnar. Verkið lagði áherslu á mikilvægi reglusetninga til viðskipta, vegna mikilla verðhækkana á korni sem urðu í Frakklandi að sökum frjálsum útflutningi sem var gefinn út með konunglegri tilskipun árið 1764. Búauðgisstefnan lagði áherslu á fullkomið frelsi til viðskipta en hugmyndir Galiani í verkinu snérust um að auður þjóða vex með framleiðslu og viðskiptum innanlands en minnkar með landbúnaði. Verkið veitti einnig fremur nútímalega greiningu á greiðslujöfnuði.[8]
Arfleifð
breytaGaliani lést árið 1787 en minningin um hann hefur lifað til þessa sem áhrifamikill hugsuður sem kom með flóknar skoðanir á sviði hagfræðinnar, skoðanir sem voru á undan sinni samtíð. Framlög hans í hagfræði hafa haft varanleg áhrif á þróun hagræði sem vísindagreinar og sérstaklega í peningamálum, verðmyndunar og sálfræðilegum áhrifum. Galiani tókst með skrifum sínum að mynda tengingu milli hagfræðinnar og mannlegrar hegðunar, sem hefur síðan orðið eitt mikilvægasta atriðið í greininni.[9]
- ↑ „Ferdinando Galiani“, Wikipedia (enska), 23. júní 2024, sótt 21. september 2024
- ↑ „Ferdinando Galiani“. www.hetwebsite.net. Sótt 21. september 2024.
- ↑ „Ferdinando Galiani“, Wikipedia (enska), 23. júní 2024, sótt 21. september 2024
- ↑ „Ferdinando Galiani“. www.hetwebsite.net. Sótt 30. september 2024.
- ↑ „Ferdinando Galiani“. www.hetwebsite.net. Sótt 21. september 2024.
- ↑ „Della Moneta“, Wikipedia (enska), 8. júní 2024, sótt 21. september 2024
- ↑ „HET: The Italian Tradition“. www.hetwebsite.net. Sótt 21. september 2024.
- ↑ Atlantic Monthly: A Magazine of Literature, Art and Politics (enska). Atlantic Monthly. 1873.
- ↑ „Ferdinando Galiani“. www.hetwebsite.net. Sótt 21. september 2024.