Ferðaskrifstofan Sunna

Ferðaskrifstofan Sunna var íslensk ferðaskrifstofa sem athafnamaðurinn Guðni Þórðarson stofnaði árið 1959. Félagið var eitt það fyrsta sem bauð Íslendingum upp á sólarlandaferðir, einkum til Spánar, en áður hafði Útsýn félag Ingólfs Guðbrandssonar boðið upp á slíkar ferðir. Íslendingar tóku sólarlandaferðunum opnum örmum og flykktust í þúsundatali með Sunnu til Mallorca og Kanaríeyja.

Árið 1970 hóf Guðni rekstur sjálfstæðs flugfélags, Air Viking, í tengslum við ferðaskrifstofuna. Árið 1979 hætti Sunna rekstri.

Heimildir

breyta
  • Sigurveig Jónsdóttir & Helga Guðrún Johnson (2014). Það er kominn gestur: saga ferðaþjónustu á Íslandi. Samtök ferðaþjónustunnar. ISBN 978-9935-10-057-3.