Fellingafjöll
Fellingafjöll myndast þegar tvær meginlandsskorpur þrýstast saman. Hvorug meginlandsskorpanna gefur eftir þannig að jarðlög beggja fleka ýtast upp og mynda þá fellingafjöll. Þegar fellingafjöll myndast geta stórir jarðskjálftar orðið um samrekið. Dæmi um fellingafjöll eru t.d. Alparnir og Himalajafjöll.