Meginlandsskorpa
Meginlandsskorpa er sá hluti jarðskorpunnar sem er undir meginlöndum jarðar. Hún er 20-70 km þykk, en hafsbotnsskorpan sem er undir úthöfunum er 6-7 km þykk. Meginlandsskorpan er eðlisléttari en hafsbotnsskorpan, eða 2,7 g/cm2. Um 40% jarðskorpunnar er meginlandsskorpa.
Undir Íslandi er hafsbotnsskorpa en þó er talið hugsanlegt að meginlandsskorpa sem er í Jan Mayen-hryggnum teygi sig inn undir Austfirði.