Faxe Kondi
Faxe Kondi er danskur gosdrykkur, framleiddur af Faxe Bryggeri A/S. Faxe Kondi inniheldur glúkósa sem er annað heiti yfir þrúgusykur. Einnig fyrirfinnst útgáfa af sportdrykk sem þykir svipa ansi mikið til Faxe Kondi og heitir sá drykkur Onside Sport og er framleiddur af Coca Cola Danmark A/S og TV3 A/S.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Faxe Kondi.