Litla-Hraun

Fangelsi
(Endurbeint frá Fangelsið Litla-Hrauni)

Litla-Hraun er stærsta fangelsi Íslands. Það er staðsett rétt fyrir utan Eyrarbakka og samanstendur af níu byggingum sem eru allar innan öryggisgirðingar. Þar er einnig að finna íþróttaaðstöðu utanhúss.

Litla-Hraun

Hús var byggt á Litla-Hrauni kringum 1920 og var það upphaflega byggt sem sjúkrahús. Hjón í sveitinni gáfu lóð undir spítala í Steinskotshrauni árið 1918, efnt var til fjársöfnunar og Guðjón Samúelsson teiknaði sjúkrahús með 20-30 rúmum. Framkvæmdin reyndist dýr og ekki tókst að fá styrki fyrir skuldum og til að opna spítalann. Spítalinn lenti í höndum Landsbanka Íslands og bankinn seldi húsið og lóðina til ríkissjóðs og þar var sett upp fangelsi (betrunarhús/ vinnuhæli) árið 1929.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.