Fahrenheit

Fahrenheit er mælieining hita. Hún er nefnd eftir eðlisfræðingnum Daniel Gabriel Fahrenheit (1686–1736), sem setti hana fram árið 1724. Selsíuskvarðinn hefur leyst Fahrenheit af hólmi á flestum stöðum. Fahrenheit er þó enn notaður til daglegs brúks í Bandaríkjum Norður Ameríku og nokkrum öðrum löndum eins og Belize.

Hitamælir með Fahrenheit kvarði ytra og Selsíus innra á mælinum
Umbreytingarformúlur
Úr í Formúla
Selsíus Fahrenheit °F = °C · 1,8 + 32
Fahrenheit Selsíus °C = (°F – 32) / 1,8
Selsíus Kelvin K = °C + 273,15
Kelvin Selsíus °C = K – 273,15
1 °C = 1 K og 1 °C = 1,8 °F

Frostmark vatns er 32° í Fahrenheit (°F) en suða kemur upp við 212 °F, miðað við staðalþrýsting.

Tengt efniBreyta

 
     Lönd sem nota Fahrenheit.      Lönd sem nota bæði Fahrenheit og selsíus.      Lönd sem nota selsíus.