Fabius Quintilianus (ræðukeppni)

Fabius Quintilianus er rökræðukeppni sem haldin er árlega innan nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Keppnin var fyrst haldin af Málfundafélaginu Rökréttu árið 1986 og hefur vakið mikla lukku allar tíðir síðan. Keppnin fer fram í hinum margþekkta Morfís-stíl þar sem ræðumenn eru sex í tveimur liðum og flytja tvær ræður hver. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi, en þrír dómarar dæma úrslit keppna. Sigri er náð með góðum rökum, flutningi, svörum við rökfærslu andstæðinganna og hughrifum dómaranna þriggja. Sá ræðumaður sem hlýtur flest stig fyrir ræður sínar í úrslitaviðureign keppninnar hlotnast titillinn Quintilianus Rökréttu.

Margir af framsæknustu áhrifamenn landsins byrjuðu ferilinn í Fabius Quintilianus.[heimild vantar] Þar má nefna Sverri Baldur Torfasson tónlistarmann, Þorkel Einarsson knapa og Víglund Jarl Þórsson landsliðsmann i handbolta.

Ræðukeppnin er nefnd eftir Marcusi Fabiusi Quintilianus sem var rómverskur mælskufræðingur.

Tenglar

breyta