Þungunarrof á Íslandi

Þungunarrof hefur verið löglegt á Íslandi við sérstakar aðstæður frá 11. júní 1975 þegar lög varðandi kynlíf og barneignir nr. 25 22. maí 1975[1] tóku gildi.

Saga breyta

Samkvæmt ákvæðum hegningarlaga frá 1868 varðaði það móðurina og hlutdeildarmenn hennar allt að 8 ára hegningarvinnu að eyða burði. Árið 1935 voru sett lög sem heimiluðu þungunarrof af læknisfræðilegum ástæðum og 1938 var bætt við ákvæði sem heimilaði eyðinguna ef barnið kom undir við nauðgun eða sifjaspell, eða ef hætta þótti á vansköpun fósturs.[2]

Árið 1975 voru lög sett sem víkkuðu heimild til þungunarrofs en gerðu það ekki valfrjálst að ósk móður.

Árið 2019 var frumvarp um að lengja heimildina í 22 vikur samþykkt.[3]

Heimild fyrir þungunarrofi breyta

  1. Félagslegar ástæður: Þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. Við slíkar aðstæður skal tekið tillit til eftirfarandi:
    1. Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá síðasta barnsburði.
    2. Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar eða alvarlegs heilsuleysis annarra á heimilinu.
    3. Þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barnið á fullnægjandi hátt.
    4. Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofangreindar aðstæður.
  2. Læknisfræðilegar ástæður:
    1. Þegar ætla má, að heilsu konu, líkamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhaldandi meðgöngu og fæðingu.
    2. Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fósturlífi.
    3. Þegar sjúkdómur, líkamlegur eða geðrænn, dregur alvarlega úr getu konu eða manns til að annast og ala upp barn.
  3. Ef konu hefur verið nauðgað eða hún orðið þunguð sem afleiðing af öðru refsiverðu atferli.

Heimildir breyta

  1. „Lög um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir“.
  2. „Upplýsingarit um fóstureyðingar“ (PDF).
  3. „Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum - Vísir“. visir.is. Sótt 13. maí 2019.
   Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.