Fólk á móti barneignum

Fólk á móti barneignum (eða antinatalistar) tekur þá afstöðu að ekki sé siðferðislega réttlætanlegt að fjölga sér.

Að baki þessari afstöðu geta legið ýmsar ástæður: heimspekilegar, siðferðislegar, eða trúarlegar. Ennfremur getur fólk tekið þessa afstöðu af pólitískum ástæðum, til að sporna gegn offjölgun, eða af umhverfisástæðum.

Sumir telja að mannfólk ætti ekki að fjölga sér, aðrir telja að ekki sé heldur réttlætanlegt að láta dýr fjölga sér.

Í ramma nytjastefnunnar

breyta

Samkvæmt nytjastefnunni eru þær gjörðir réttar sem leiða til ánægju, en rangar leiði þær til þjáningar. Til er útgáfa nytjastefnunnar (neikvæð nytjastefna) sem segir að mikilvægara sé að draga úr þjáningu en að auka hamingju.

Í ramma nytjastefnunnar má setja fram:[1]

  1. Engum ber siðferðisleg skylda til að skapa barn jafnvel þó að hægt sé að fullvissa sig um að barnið verði hamingjusamt alla sína ævi.
  2. Fólki ber siðferðisleg skylda til að skapa ekki barn ef sjá má að barnið verði óhamingjusamt eða muni upplifa þjáningu.

Þar sem ómögulegt sé að útiloka að barn muni upplifa þjáningu sé ekki siðferðislega réttlætanlegt að búa til barn.[2][3]

Undir nytjastefnunni hefur það ennfremur verið sett fram að þó að lífið innihaldi bæði góðar og slæmar stundir, þá vegi góðu stundirnar ekki upp á móti þeim slæmu, skammvinn gleði geti aldrei vegið upp á móti óbærilegum sársauka.[4][5]

Af umhverfisástæðum

breyta

Hin bandarísku Samtök fyrir útrýmingu mannkyns af fúsum og frjálsum vilja (en) hvetja fólk til að sleppa því að eignast börn vegna þeirra umhverfisáhrifa sem maðurinn veldur.[6][7][8]

Náttúrulífsþáttakynnirinn góðkunni Davíð Attenborough tekur líka afstöðu gegn barneignum af umhverfisástæðum og er styrktaraðili breskrar stofnanar sem berst gegn fólksfjölgun vegna þess að jörðin sé ekki fær um að halda uppi svo mörgum. Offjölgun mannkyns stuðli að hnignun umhverfis, gangi á náttúruauðlindir, og leiði til átaka og nauðungaflutninga fólks.[9]

Tilvísanir

breyta
  1. J. Narveson, Utilitarianism and New Generations, Mind 1967, LXXVI (301), pp. 62-67.
  2. H. Vetter, The production of children as a problem for utilitarian ethics, Inquiry 12, 1969, pp. 445–447.
  3. H. Vetter, Utilitarianism and New Generations, Mind, 1971, LXXX (318), pp. 301–302.
  4. K. Akerma, Soll eine Menschheit sein? Eine fundamentalethische Frage, Cuxhaven-Dartford: Traude Junghans, 1995.
  5. K. Akerma, Verebben der Menschheit?: Neganthropie und Anthropodizee, Freiburg im Breisgau: Verlag Karl Alber, 2000.
  6. V. Baird, The No-nonsense Guide to World Population, Oxford: New Internationalist, 2011, p. 119.
  7. Sjónvarpsviðtal við Les U. Knight.
  8. Vefsíða samtakanna Voluntary Human Extinction Movement
  9. Patrons - Population Matters. Population Matters. Sótt 2016-06-09.
   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.