Félagsliði
Félagsliði er fagheiti eða starfsstétt sem stofnuð var í kringum aldamótin 2000[1] fyrir starfsfólk sem vinnur á heilbrigðis- og velferðarsviðum.
Nám félagsliða er að ýmsu leyti sambærilegt við sjúkraliða og meðal faga sem kennd eru í félagsliðanámi má nefna: Aðstoð og umönnun, félagsfræði, félagsleg virkni, fjölskyldan og félagsleg þjónusta, heilbrigðisfræði, lyfjafræði, næringarfræði, siðfræði, fötlun, öldrun, sálfræði og skyndihjálp.[2] Hægt er að taka svokallaða félagsliðabrú þar sem starfsreynsla fæst að einhverju leyti metin inn í námið.
Starfsvettvangur félagsliða getur verið innan öldrunarstofnana, geðdeilda, liðveislu, í félagslegri heimaþjónustu, skólaathvarfi, leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, félagsmiðstöðum og á sambýlum fatlaðra.[3]
Félag íslenskra félagsliða var stofnað árið 2003. Námið hefur verið kennt í Borgarholtsskóla, Mími símenntun og einnig á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Námið tekur 4-5 misseri eða 2 til 2 og hálft ár miðað við fullt nám.
Í mars 2016 skoraði félag íslenskra félagsliða á Heilbrigðisráðherra að löggilda starfsheitið. Árið 2016 störfuðu hátt í 1000 manns sem félagsliðar.[4]
Sambærilegt nám er til í Danmörku og heitir fagstéttin þar sosial- og sundhedsassistent (skammstafað SOSU-assistent). Á ensku hefur það verið þýtt sem social- and health service assistant.[5]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Löggildingu fyrir félagsliða, skoðað 19. nóvember 2015
- ↑ Félagsliði, hvað er það?, skoðað 19. nóvember 2015
- ↑ Skólar og félagsliðanám[óvirkur tengill], skoðað 19. nóvember 2015
- ↑ Áskorun um löggildingu félagsliða Felagslidar.is. Skoðað 4. maí, 2016.
- ↑ English -SOSU C Geymt 24 október 2015 í Wayback Machine, Skoðað 20. nóvember 2015.