Félagslegur stuðningur
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Einstaklingur sem finnst hann búa við félagslegan stuðning telur sig vera hluta af hópi einstaklinga sem hann getur reitt sig á. Það hefur verið sýnt fram á að einstaklingar sem njóta lítils félagslegs stuðnings hugsa um hluti og takast á við þá á neikvæðari hátt en þeir sem njóta mikils félagslegs stuðnings. Félagslegur stuðningur er ekki eingöngu mikilvægur þegar við upplifum mótlæti eða streitu, hann er mikilvægur til að hindra mótlæti og streitu. Þannig getur það að tala um áhyggjur við einhvern sem maður þekkir um leið og maður finnur fyrir áhyggjum hindrað það að þær valdi streitu. Fjölskyldan er einnig sérstaklega mikilvæg þegar kemur að félagslegum stuðningi. Margir kvarta yfir því að foreldrarnir nenni einfaldlega ekki að hlusta á þá, eða þá að þeir þori ekki að minnast á eitthvað við foreldrana. Það ætti að koma á óvart að margir foreldrar kvarta einmitt yfir því að mörg börn tali ekki við þá um áhyggjur sínar, þau einfaldlega vilji það ekki. Oft er þetta einfaldlega spurning um fyrsta skrefið. Það að foreldri viti að barn þess er stressað vegna einhvers, s.s. vegna skóla eða sambands, útskýrir margt fyrir því um hegðun barnsins.