Félagsauður
Félagsauður er verðmæti þeirra félagstengsla sem fólk myndar í ýmsum hópum svo sem í fjölskyldu, vinahópi, starfsfélagahópi, í ýmsum félagasamtökum og hópum sem tengjast nærumhverfi. Meðal fræðimanna sem hafa notað þetta hugtak eru James Samuel Coleman, Pierre Bourdieu og Robert Putnam. Bourdieu hefur fjallað um hvernig félagsauður getur búið til eða magnað mismunum þar sem fólk fær aðgang að góðum stöðum með því að nota félagstengsl. Skilgreining á félagsauð byggir á tvenns konar hefðum, annars vegar að líta á félagsauð sem menningarlegt fyrirbæri og hins vegar að líta á félagsauð sem félagsgerðar (e. structural) fyrirbæri þar sem félagstengsl og félagsnet veita aðgengi að björgum.