Fáni Kambódíu

Núverandi þjóðfáni Kambódíu var tekinn upp að nýju 1993 þegar konungsdæmið var endurreist eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fáni Kambódíu
Angkor Wat musterið

Allt frá miðri 19. öld hefur fáni Kambódíu haft í miðju mynd af Angkor Wat. Núgildandi fáni hefur bláa fleti að ofan og neðan og breiðari rauðann flöt á milli. Hlutföll litaflatanna eru 1:2:1. Hlutföll fánans eru 2:3. Það er sami fáni og var valinn við sjálfstæði landsins frá Frakklandi árið 1948. Hann var notaður (nema á hernámstímum Japana í seinni heimsstyrjöldinni) þangað til 9. október 1970 þegar Lon Nol lýsti yfir stofnun Khmer Lýðveldisins. Ríki Rauðu khmeranna, Lýðræðislega Kampútsea, á árunum 1975 til 1979 notaði rauðann fána með Angkor Wat í gulum lit. Alþýðulýðveldið Kampútsea hafði svipaðan fána nema þar hafði musterið fimm en ekki þrjá turna. Enn aðrir fánar voru notaðir 1989-1991 og 1992-1993 þegar landið var undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna, UNTAC. Árið 1993 var fáni konungsríkisins að nýju þjóðfáni landsins.

FánasagaBreyta

Fáni Tímabil Notkun
  1863-1948 Fáni Kambódíu sem franskt yfirráðasvæði
  1942-1945 Fáni Kambódíu undir hernámi Japana
  1948-1970, 1993-nú Fáni Konungsríkisins Kambódía
  1970-1975 Fáni Khmer lýðveldisins
  1975-1979 Fáni Lýðræðislega Kampútsea
  1979-1989 Fáni Alþýðulýðveldisins Kampútsea
  1989-1991 Fáni Ríkisins Kambódía
  1992-1993 Fáni Kambódíu undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna (UNTAC)