Fáni Indlands er gerður upp af þremur jafnbreiðum lágréttum borðum í litunum saffran, hvítum og grænum. Í miðjunni er blátt Asjóka-Tjakra-hjól með 24 teinum. Hæð hjólsins er 3/4 af hæð hvíta borðans.

Núverandi fáni Indlands.

Fáninn minnir nokkuð á fána Níger, sem hefur í staðin fyrir blátt hjól appelsínuleita skífu í hvíta borðanum.

Fáninn er næstum eins og fáni Kongressflokksins fyrir sjálfstæði nema hvað sá hafði spinnirokk í miðjunni.