Fáni Finnlands
Fáni Finnlands (á finnsku Suomen lippu) er hvítur með bláum skandinavískum krossi. Fáninn var tekinn í notkun eftir að þjóðin fékk sjálfstæði frá Rússum árið 1918 en hönnunin er frá 19. öld. Blái liturinn er sagður tákna himininn og hin þúsund vötn landsins en hvíti liturinn snjóinn er hylur landið að vetri.