Fáni Ísraels ‎(hebreska: דגל ישראל Degel Yisra'el; arabíska: علم إسرائيل‎ ʿAlam Israʼīl) var tekinn upp 28. október 1948. Hann tengist hefðum Gyðinga. Hvíti bakgrunnurinn táknar hreinleika, bláu línurnar eftir jöðrum flaggsins uppi og niðri samsvara útliti bænasjala Gyðinga sem eru hvít með bláum röndum. Í miðju fánans er svo stjarna Davíðs.

Fáni Ísraels.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.