Fáni Íraks

Fáni Íraks er með þremur jafnbreiðum láréttum röndum. Rendurnar eru í arabískum litum: efsta röndin er rauð, miðröndin hvít og neðsta röndin svört. Fáninn var tekinn upp þegar Ba'ath-flokkurinn komst til valda í Írak 1963. Á miðröndinni hafa verið mismunandi tákn. Frá 2008 er þar aðeins takbir (arabíska ákallið Allāhu akbar, الله أكبر) með grænum stöfum.

Fáni Íraks
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.