Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (skammstafað FÁSES), er opinber aðdáendaklúbbur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Íslandi. Samtökin voru stofnuð 4. ágúst 2011 í Reykjavík og eru hluti af OGAE, sem eru alþjóðleg samtök áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.[1]
Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva | |
---|---|
Skammstöfun | FÁSES |
Stofnun | 4. ágúst 2011 |
Gerð | Aðdáendaklúbbur |
Forstöðumaður | Ísak Pálmason[1] |
Vefsíða | https://fases.is |
FÁSES stendur fyrir viðburðum tengdum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og gerir meðlimum kleift að fá sérstaka aðdáendamiða á keppnina í samstarfi við OAGE.[1][2]
Ákall eftir sniðgöngu vegna þátttöku Ísraels
breytaÞátttaka Ísraels í Eurovision 2024 hefur verið umdeild í ljósi yfirstandandi hernaðaraðgerða Ísraelshers í Gasa og vakið hörð viðbrögð á Íslandi og í öðrum þátttökulöndum og fólk hefur kallað eftir því að RÚV sniðgangi keppnina. Í desember 2023 gaf RÚV út þá yfirlýsingu að Ísland myndi áfram taka þátt í Eurovision.[3]
Í sama mánuði ályktaði stjórn FÁSES að félagið yrði hlutlaust í afstöðu sinni gagnvart sniðgöngu Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels.[4] Eftir ósætti félagsfólks boðaði félagið til félagsfundar þar sem ályktað var að félagið myndi skora á RÚV að taka ekki þátt í Eurovision 2024.[5][6][7]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Um FÁSES“. FÁSES. Sótt 9. mars 2024.
- ↑ Kristinn Svanur Jònsson (3. mars 2023). „Fréttavaktin: Fréttir vikunnar, FÁSES og Miðborgarhátíð“. DV. Sótt 9. mars 2024.
- ↑ Erla María Davíðsdóttir; Ástrós Signýjardóttir (9. desember 2023). „Stendur ekki til að sniðganga Eurovision“. RÚV. Sótt 9. mars 2024.
- ↑ „FÁSES tekur ekki afstöðu um sniðgöngu Eurovision“. www.mbl.is. 10. desember 2023. Sótt 9. mars 2024.
- ↑ Bjarki Sigurðsson (12. desember 2023). „Félagsfundur boðaður: Ekki skoðun hvort heppilegt sé að myrða börn“. visir.is. Sótt 9. mars 2024.
- ↑ „FÁSES skorar á Rúv að sniðganga Eurovision“. www.mbl.is. 23. desember 2023. Sótt 9. mars 2024.
- ↑ „Ályktun FÁSES: RÚV hvatt til að sniðganga Eurovision 2024“. FÁSES. 23. desember 2023. Sótt 9. mars 2024.