Exxon
Exxon var vöruheiti sem fyrirtækið Exxon Corporation notaðist við frá 1973. Exxon Corporation hét áður Standard Oil New Jersey og hafði notast við Esso-vörumerkið (S.O. = Standard Oil) þótt aðrir arftakar Standard Oil Company, sem var leyst upp árið 1911, mótmæltu því. Í ríkjum þar sem notkun Esso var bönnuð notaði fyrirtækið vörumerkin Enco eða Humble. Þann 1. janúar 1973 tók Exxon-vörumerkið við af öllum þremur innan Bandaríkjanna en Esso var áfram notað utanlands.
Árið 1989 flutti fyrirtækið höfuðstöðvar sínar frá New York-borg til Irving í Texas og seldi Exxon-bygginguna og Rockefeller Center. Árið 1999 sameinuðust Exxon og Mobil (áður Standard Oil of New York) og mynduðu ExxonMobil.