ExCeL
ExCeL (Exhibition Centre London) er sýninga- og ráðstefnuhöll í Newham í London, Englandi. Það stendur á norðurhluta skipakvíanna Royal Victoria Docks í borgarhlutanum London Docklands við ána Thames. Miðstöðin var reist af fyrirtækinu Sir Robert McAlpine Ltd og var opnuð árið 2000. Árið 2008 keypti Abu Dhabi National Exhibitions Company miðstöðina. Hin árlega bátasýning London Boat Show er haldin þar í janúar, en auk þess hýsir miðstöðin fjölda stórra alþjóðlegra sýninga. Fyrir Sumarólympíuleikana 2012 verður miðstöðinni skipt í fimm íþróttaleikvanga fyrir keppnir í bardagaíþróttum og borðtennis.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist ExCeL.