Evrópuvegur er vegakerfi sem tengir lönd Evrópu saman. Veghaldari þeirra er Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðana í Evrópu (UNECE). Vegirnir eru númeraðir frá E 1 og uppeftir.

Veganet Evrópuvega

Í flestum löndum eru vegirnir merktir með grænum vegvísum. Undantekningin er Bretland þar sem vegirnir eru merktir sem M-vegir.

Veganúmer breyta

Vegirnir eru merktir með fernhyrndu skilti með grænum bakgrunn, hvítum ramma og texta. Misjafnt er eftir löndum hvort vegirnir séu merktir sem þjóðvegir og evrópuvegir eða aðeins evrópuvegir. Vegnúmer aðalvega hafa tvö tölustafi og tengibrautir hafa þrjá tölustafi.

Ísland breyta

Ísland hefur ekki gerst aðili að vegakerfinu og því er enga Evrópuvegi að finna á Íslandi. Hinsvegar hefur Evrópusambandið skilgreint sitt eigið kerfi af Evrópuvegum sem kallast Trans-European road network (TERN) og Ísland hefur fengið aðild að því.

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.