Evrópudvergyllir
Evrópudvergyllir (fræðiheiti: Sambucus ebulus) er jurtkennd tegund af Ylliættkvísl, ættuð frá suður og mið Evrópu og suðvestur Asíu. Hann virðist einnig vera orðinn ílendur í hluta Norður Ameríku (New York, New Jersey og Québec).[1]
Evrópudvergyllir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blóm evrópudvergyllis
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sambucus ebulus L. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Lýsing
breytaSambucus ebulus verður um 1 til 2 metra hár og er með upprétta, yfirleitt ógreinda stofna sem vaxa margir saman upp af umtalsverum fjölærum rótarstönglum. Blöðin eru gagnstæð, fjöðruð með stöku endasmáblaði, 15 til 30 sm löng, með 5 til 9 smáblöðum með stækri lykt. Stönglarnir enda á klasa af hvítum blómum (einstaka sinnum bleikum), 10 til 15 sm í þvermál. Berin eru gljáandi svört 5–6 mm í þvermál. Þroskað berið er með fjólubláan safa.[2][3]
Tilvísanir
breyta- ↑ BONAP (Biota of North America Project) floristic synthesis, Sambucus ebulus
- ↑ Westwood, Jennifer (1985). Albion. A Guide to Legendary Britain. London : Grafton Books. ISBN 0-246-11789-3. p. 103
- ↑ Clapham, A.R., Tutin, T.G. and Warburg, E.F. 1968. Excursion Flora of the British Isles. Cambridge University Press. ISBN 0 521 04656 4[blaðsíðutal vantar]
Ytri tenglar
breytaWikilífverur eru með efni sem tengist Sambucus ebulus.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Evrópudvergyllir.