Adam og Eva
(Endurbeint frá Eva)
Adam og Eva eru samkvæmt sköpunarsögu Biblíunnar fyrsta fólkið. Þau lifðu í Edengarðinum. Drottinn leyfði þeim að borða af öllum trjám í garðinum nema skilningstrénu. Höggormur ginnti Evu til að borða hinn forboðna ávöxt skilningstrésins. Eva át ávöxtinn og gaf Adam að borða með sér. Drottinn brást illa við og sagði (1. Mósebók 3:22-3:24):
- „Nú er maðurinn orðinn sem einn af oss fyrst hann ber skyn á gott og illt. Bara að hann rétti nú ekki út hönd sína, taki einnig af lífsins tré og eti og lifi eilíflega.“ Og Drottinn Guð lét manninn fara úr aldingarðinum Eden til þess að yrkja jörðina sem hann var tekinn af. Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Eden og loga hins sveipanda sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré.
Algengur misskilningur er að Eva hafi borðað af trénu fyrst og síðan ginnt mann sinn til að borða líka. Orðanna hljóðan í 1. Mósebók styður ekki þessa túlkun, heldur voru þau saman. Það er áhugavert að athuga að Adam og Eva hefðu getað borðað af lífsins tré og lifað eilíflega. Drottinn hafði ekki bannað þeim það.