EuroFIR (European Food Information Resource) er alþjóðleg sjálfseignarstofnun sem styður við notkun á upplýsingum um efnainnihald matvæla og öðrum gögnum með samstarfi og samræmingu þeirra,[1].

EuroFIR
Founder(s)Former partner institutions of EuroFIR NoE
TypeNon-profit
HeadquartersBrussels, Belgium
Key people[Paul Finglas]
(President)
[Heikki Pakkala]
(Vice-president)
[Prof Maria Glibetic, Prof Barbara Korousic Seljak, Heikki Pakkala, Dr Aida Turrini,Luísa Oliveira and Susanne Westenbrink ]
(Executive directors)
Area servedWorldwide
Product(s)Food Information
MethodResearch, service provision, consultancy
Employees4
Members80
Websitehttp://eurofir.org

Markmið stofnunarinnar er þróun, umsýsla, útgáfa og hagnýting gagna um efnainnihald matvæla, og kynning á alþjóðlegu samstarfi og samræmingu með því að bæta gæði gagna og staðla ásamt því að auka leitarmöguleika í gagnagrunnum.

Evrópska netverkefnið um gögn um efnainnihald matvæla (2005-10; EuroFIR[2]) var öndvegisverkefni Network of Excellence (NoE) með þátttöku 48 aðila frá háskólum, rannsóknastofnunum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SMEs) í 27 löndum. Verkefnið var fjármagnað af 6. Rammaáætlun Evrópusambandsins (Priority 5: Food Quality and Safety; Contract no FP6-513944).

Eitt af meginmarkmiðunum var að þróa, í fyrsta skipti í Evrópu, opinn aðgang að gögnum um efnainnihald matvæla á Netinu.[3]

Annar mikilvægur afrakstur EuroFIR öndvegisnetsins var að koma á laggirnar sjálfbæru starfi til framtíðar þannig að hægt væri að halda áfram vinnu við suma þá verkþætti sem unnið var að innan verkefnisins. Þessu var náð fram með stofnun sjálfseignarstofnunarinnar EuroFIR AISBL.[4]

Aðilar að stofnuninni eru 42 af þeim 48 aðilum sem tóku upphaflega þátt í EuroFIR öndvegisnetinu. Aðalmarkmið stofnunarinnar er að styðja og efla þróun, umsýslu, útgáfu og hagnýtingu gagna um efnainnihald matvæla með alþjóðlegu samstarfi og samræmingu.

Félagar

breyta

Félagar með fulla aðild

breyta

(*) Félagar sem reka gagnagrunna food composition database á landsgrundvelli.

Institution Acronym Country
Agricultural University of Athens AUA Greece
British Nutrition Foundation BNF United Kingdom
ETH Zurich ETHZ Switzerland
Food Research Institute FRI * Slovakia
FoodCon FCN Belgium
French Agency for Food, Environmental and Occupational Health and Safety ANSES * France
Hellenic Health Foundation HHF * Greece
Institute of Food Research IFR * United Kingdom
Institute of Medical Research, University of Belgrade IMR * Serbia
Institute of Public Health and the Environment RIVM * Netherlands
Instituto Nacional de Saúde Dr. Ricardo Jorge INSA * Portugal
Istituto Nazionale di Ricerca per gli Alimenti e la Nutrizione INRAN * Italy
Ricerca dell'Istituto Europeo di Oncologica IEO * Italy
National Food & Nutrition Institute NFNI Poland
National Institute for Health and Welfare THL * Finland
Nutrienten Belgie vzw NUBEL * Belgium
National Food Administration NFA * Sweden
Swedish University of Agricultural Sciences SLU Sweden
The National Food Institute at the Technical University of Denmark DTU * Denmark
The Norwegian Food Safety Authority NFSA Norway
Tubitak Marmara Research Centre TUBITAK * Turkey
University College Cork UCC * Ireland
University of Helsinki UHEL Finland
University of Leeds UL United Kingdom
Wageningen University WU Netherlands

Aukafélagar

breyta

(*) Félagar sem reka gagnagrunna á landsgrundvelli.

Institution Acronym Country
Food Centre of Food and Veterinary Service of Latvia FCF-VS * Latvia
Food Standards Australia New Zealand FSANZ * Australia
Gent University UGENT Belgium
Government of Canada Canada
Institute of Agricultural Economics and Information IAEI Czech Republic
Josep Stefan Institute JSI* Slovenia
Matis - Icelandic Food and Biotech R&D MATIS * Iceland
Max Rubner Institute MRI * Germany
University of Granada UGR * Spain
University of Vienna UVI Austria

Venjulegir félagar

breyta
Institution Acronym Country
Creme Global Ireland
Culmarex S.A. Spain
Czech Agriculture and Food Inspection Authority Czech Republic
Herbalife Europe Limited United Kingdom
Ian D. Unwin Food Information Consultancy IDUFIC United Kingdom
Imperial College London United Kingdom
Pamida International, Ltd. Slovakia
Polytec Polytec Denmark
Procter & Gamble United Kingdom
REPLY Santer REPLY Italy
Topshare International BV Belgium
Treviso Tecnologia - Azienda Speciale per l'Innovazione della Camera Di Commercio Di Treviso TVT Italy
Uzhhorod National University Medical Faculty The Ukraine
Universidad Complutense De Madrid Spain
Universita Del Salento Italy
University of Ljubljana UoL Slovenia
University of Minho Portugal
University of Otago New Zealand
Universidad Politecnica de Cartagena UPCT Spain
University St. Kliment Ohridski – Bitola Macedonia
University of Vigo UoV Spain
University of Wollogong Australia
University of Wolverhampton UoW United Kingdom
Verein zur Förderung des Technologietransfers an der Hochschule Bremerhaven e.V. TTZ Germany
VitalinQ Lifestyle Support BV The Netherlands
Vivsan Salud Sociedad Limitada Spain

Heiðursfélagar

breyta
Institution Acronym Country
Danish Food Information DFI * Denmark

Listi yfir EuroFIR AISBL lykileinstaklinga, félaga og samstarfsaðila á vefsíðu EuroFIR.[5]

Mikilvægi og nytsemi gagna um matvæli

breyta

Næringarefnatöflur eða gagnagrunnar um efnainnihald matvæla (FCDBs)[6] veita upplýsingar um næringarefni í matvælum, venjulega frá tilteknu landi. Upphaflega voru þessar upplýsingar aðeins fáanlegar á prentuðu formi og má rekja fyrstu töflurnar aftur til fyrstu ára 19. aldar. Nú á tímum má merkja þróun í átt að rafrænum gagnagrunnum um efnainnihald matvæla. Þeir geta innihaldið mikið af gögnum og getur aðgangur verið auðveldur og vinna við gögnin möguleg með einföldum hætti. Á seinustu árum hafa margir evrópskir gagnagrunnar um efnainnihald matvæla verið gerðir aðgengilegir á netinu og hefur þessi þróun verið studd af EuroFIR innan Evrópu. Gagnagrunnar um efnainnihald matvæla innihalda venjulega upplýsingar um fjölmarga þætti, svo sem: orku, meginefni (til dæmis prótein, kolvetni, fitu) og undirflokka (t.d. sykrur, sterkju, fitusýrur), steinefni (til dæmis kalk, járn, natríum) og vítamín.

Að auki birta sumir gagnagrunnar gildi fyrir einstakar amínósýrur og/eða vítamínþætti (t.d. einstök karótenóíð, svo sem lýkópen og lúteín). Nokkrir sérhæfðir gagnagrunnar eru einnig til; til dæmis er lífvirk efni að finna í EuroFIR eBASIS gagnagrunninum, í bandaríska ísóflavona gagnagrunninum og í franska Phenol-Explorer gagnagrunninum.

Gagnagrunnar um efnainnihald matvæla veita grundvallarupplýsingar fyrir rannsóknir í næringarfræði. Notkun þeirra er þó ekki takmörkuð við næringarfæðina og viðfangsefni tengd lýðheilsu. Nefna má að matvælaiðnaður, löggjafarvaldið og neytendur þurfa og/eða nota gögn um efnainnihald matvæla.[7]

Ein best þekkta notkun gagna um efnainnihald matvæla er við mat á neyslu næringarefna fyrir einstaklinga, svæði, þjóðir og hópa sem eru afmarkaðir alþjóðlega. Næringarráðgjafar og aðrar heilbrigðisstéttir nota gögn um efnainnihald matvæla til að meta fæði sjúklinga sinna en faraldursfræðingar þurfa að meta fæði til að rannsaka hlutverk efnisþátta í fæðinu og samband heilsu og sjúkdóma. Þessi viðfangsefni geta verið lítil verkefni en einnig alþjóðlegar faraldursfræðilega rannsóknir og sameiginlegar rannsóknir margra aðila.

Opinberar stofnanir rannsaka oft fæði heilla þjóða með landskönnunum á mataræði til að fylgjast með breytingum á næringarástandi og meta áhrif manneldisstefnu. Gögn um efnainnihald matvæla eru einnig mikið notuð við þróun uppskrifta, máltíða og matseðla fyrir sjúkrafæði, mötuneyti og matvælaiðnað. Gögn um efnainnihald matvæla eru mikilvæg við skipulagningu máltíða á elliheimilum, sjúkrahúsum og fangelsum til að ganga úr skugga um að fæðið sé fullnægjandi. Einnig færist í vöxt að veittar séu upplýsingar um næringargildi máltíða á sölustöðum og hefur þetta aukið notkun á gögnum um efnainnihald matvæla í matvælaiðnaði. Eftirspurn eftir næringarupplýsingum hefur verið hvatinn að auknum næringargildismerkingum á umbúðum matvæla. Gögn um efnainnihald matvæla eru notuð þegar unnið er við að skilgreina þörfina fyrir fræðslu um næringu og heilsueflingu og þegar lagt er á ráðin um aðgerðir. Þau eru mikilvægur hluti af kennsluefni um matvæli og næringu í skólum og í vaxandi mæli á vinnustöðum. Þau eru einnig hagnýtt með almennum hætti í landbúnaði og viðskiptum. Til dæmis er hægt að nota gögn um efnainnihald matvæla til að fylgjast með næringargildi, öryggi og því hvort um vörusvik geti verið að ræða.

Hægt er að meta breytingar á innihaldi matvæla með gögnum um efnainnihald, svo sem breytingar vegna kynbóta og nýrra aðferða við ræktun, uppskeru og varðveislu. Loks eru gögnin mikilvæg viðmiðun þegar bera þarf saman matvörur og gögn koma fram um líffræðilegan fjölbreytileika.

Þróun upplýsingatækni hefur gert mögulegt að flytja mikið gagnamagn. Það hvetur til þróunar og notkunar á gögnum um efnainnihald matvæla eftir ýmsum leiðum sem henta ólíkum þjóðfélagshópum, aldri og þörfum. Nú er hægt að afla gagna um matvæli hvar og hvenær sem er (heima eða í verslunum) þegar þörf krefur með því að nota litlar fartölvur, síma eða önnur tæki sem eru tengd netinu. Mikilvægt er að tryggja að upplýsingarnar komi frá áreiðanlegum, nákvæmum og opinberum aðilum eins og EuroFIR.

Þátttaka í rannsókna- og þróunarverkefnum

breyta

EuroFIR er þátttakandi í nokkrum rannsókna- og þróunarverkefnum sem Evrópusambandið styrkir og hófust á árunum 2010 til 2012.[8] Þessi verkefni fjalla um áhættu- og ávinningsgreiningu á fæðubótarefnum með lífvirkum efnum sem eru ekki næringarefni, upplýsingar um matvæli og rekjanleika við framleiðslu matvæla, framfarir í næringu Evrópubúa með styrkingu á faglegum vinnubrögðum við næringarráðgjöf, þróun á samsetningu matvæla í þeim tilgangi að draga úr vægi vissra efnisþátta og rannsóknir á heildarneyslu aðskotaefna.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta

as codes of practice under the Joint FAO/WHO Food Standards Programme.