Ertusýprus
Ertusýprus (fræðiheiti: Chamaecyparis pisifera[3]) er barrtré í Cupressaceae (Grátviðarætt), frá mið og suður Japan, á eyjunum Honshū og Kyūshū.[4]
Ertusýprus | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Chamaecyparis pisifera
Morton Arboretum acc. 745-27*4 | ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Chamaecyparis pisifera (Siebold & Zucc.) Endl.[2] | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Thuja pisifera (Siebold & Zucc.) Mast. |
Lýsing
breytaÞetta er hægvaxta sígrænt tré, fullvaxta um 35 til 50 m hátt, allt að 2m í stofnþvermál. Börkurinn er rauðbrúnn, með sprungur lóðrétt.
Ræktun
breytaChamaecyparis pisifera þrífst best í rökum jarðvegi með góðu frárennsli, í góðu skjóli og birtu. Fjöldi ræktunarafbrigði með mismunandi vaxtarlag, vaxtarhraða og lit á barri hafa verið valin til ræktunar. Í Lystigarðinum Akureyri er ein planta í beði síðan 2001, hefur kalið stöku sinnum.[5]
Viðurinn er með sítrusilmi og ljósleitur, léttur en sterkur og þolinn gegn fúa. Hann er þó ekki eins góður og viðurinn af C. obtusa.[6]
Myndir
breyta-
Börkur
-
Bonsai
-
Barr afbrigðisins 'Boulevard'
-
afbrigðið 'Golden Charm'
-
afbrigðið 'Filifera aurea'
-
Barr 'Filifera aurea'
-
afbrigðið 'Sungold'
Tilvísanir
breyta- ↑ Conifer Specialist Group (1998). „Chamaecyparis pisifera“. Sótt 12. maí 2006.
- ↑ Endl., 1847 In: Syn. Conif.: 64.
- ↑ Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed) (2014). „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. Sótt 26. maí 2014.
- ↑ Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
- ↑ Chamaecyparis pisifera Geymt 30 apríl 2021 í Wayback Machine - Lystigarður Akureyrar
- ↑ Dallimore, W., & Jackson, A. B. (1966). A Handbook of Coniferae and Ginkgoaceae 4th ed. Arnold.