Erfðatækni
Líftækni er hagnýtir erfðafræðilega og sameindalíffræðilega þekkingu til breytingar á erfðamengi lífvera
(Endurbeint frá Erfðaverkfræði)
Erfðatækni (genatækni eða erfðaverkfræði) er líftækni þar sem erfðafræðileg og sameindalíffræðileg þekking er hagnýtt til að framkalla breytingar á erfðamengi lífvera, og þar með á lífefnafræðilegum stjórnunarferlum þeirra og hvarfarásum. Tæknin felst í því að aðferðum sameindaklónunar er beitt til að eyða, bæta við eða breyta einu eða fleiri genum í erfðamengi viðfangslífverunnar, sem þá er sögð erfðabreytt. Notagildi erfðatækni er mikið í grunnrannsóknum á starfsemi einstakra gena og genaafurða í lífverum, en tæknin hefur einnig verið hagnýtt utan rannsóknastofunnar, svo sem til framleiðslu lyfja í erfðabreyttum smiðjum, erfðabreyttra matvæla og jafnvel gæludýra.[1]
Heimildir
breyta- ↑ Einkaleyfi Zhiyuan o.fl. fyrir tækni til framleiðslu sjálflýsandi skrautfiska Geymt 9 mars 2019 í Wayback Machine. Frá Einkaleyfaskrifstofu Bandaríkjanna.