Erfðabreytt matvæli

Erfðabreytt matvæli eru matvæli, oftast nytjaplöntur, sem breytt hefur verið með aðferðum erfðatækninnar. Breytingin, sem framkvæmd er með það að markmiði að efla æskilega eiginlega lífverunnar eða færa henni nýja, eftirsóknarverða eiginleika á borð við þol gegn skordýrum eða illgresiseyðum, er framkölluð með því að skeyta inn í erfðamengi lífverunnar erfðaefni úr öðrum tegundum, sem jafnvel geta verið afar fjarskyldar. Þannig er hægt að flytja erfðaefni úr t.d. bakteríu inn í erfðamengi hveitiplantna eða úr fiski í erfðamengi kartöfluplantna og fá erfðabreytt hveiti og erfðabreyttar kartöflur. Við erfðabreytingar af þessu tagi er farið fram hjá þeim skorðum sem náttúran alla jafna setur blöndun erfðaefnis lítt skyldra lífvera. Önnur, en öllu seinfarnari leið að sama marki eru kynbætur, þar sem stýrð blöndun erfðaefnis mikið skyldra lífvera á sér stað yfir margar kynslóðir.

Skordýraþolinn erfðabreyttur maís kynntur í Kenýa.

Tenglar breyta

  • „Hvað eru erfðabreytt matvæli? Hvaða áhrif hafa þau á daglegt líf okkar og eru þau með einhverjum hætti skaðleg?“. Vísindavefurinn.
  • Ekki er allt sem sýnist; grein í Morgunblaðinu 1999[óvirkur tengill]
  • Læknablaðið nr. 11, 2012
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.