Breska heimsveldið

(Endurbeint frá Enska heimsveldið)

Breska heimsveldið var stærsta heimsveldi sögunnar og var öflugasta ríki jarðar á hátindi sínum. Það var afrakstur landafundanna miklu sem hófust með sjóferðum og landkönnun Evrópubúa seint á 15. öldinni.

Svæði heims sem voru undir yfirráðum heimsveldisins á einhverjum tíma.
Landsvæði Breska heimsveldisins árið 1897 merkt bleikum lit.

Árið 1921 bjuggu 458 milljónir manna í Breska heimsveldinu, en það var um það bil fjórðungur fólksfjölda heimsins á þeim tíma. Það náði yfir um það bil 33 milljónir km², sem er rúmur fjórðungur af landsvæði jarðar.

Það var sagt að sólin settist aldrei í Breska heimsveldinu vegna þess hversu útbreitt heimsveldið var en yfirráðasvæði breska heimsveldisins náði yfir nær öll tímabelti heimsins.[1]

Karl 3. Bretakonungur er enn í dag konungur yfir 14 fyrrum nýlendum Breta en það eru síðustu leifarnar af Breska heimsveldinu.[2]

Tengill

breyta
  • „Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?“. Vísindavefurinn.
   Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Álvarez, Jorge (11. desember 2023). „The Origin and History of the Phrase 'The Empire on which the Sun never sets,' used since Antiquity“. LBV Magazine English Edition (enska). Sótt 16. október 2024.
  2. https://www.royal.uk/commonwealth-and-overseas. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)