Ennisblað (latína: lobus frontalis) er heilablað sem myndar fremsta hluta heilans í spendýrum. Í ennisblaðinu er aðalmiðstöð hreyfifærni þaðan sem boð eru send niður mænuna til vöðva líkamans og þeim gefin fyrirmæli um ákveðnar hreyfingar. Í ennisblaðinu eru einnig sérstakar stöðvar fyrir stjórn augnhreyfinga og á vinstra heilahveli er málstöð sem stjórnar tali og samræðum.

Skýringarmynd af mannsheila þar sem ennisblaðið er litað blátt.

Á ennisblaðinu neðanverðu er framennissvæði sem hefur með minni, tilfinningar og vitrænar aðgerðir að gera. Þetta svæði stjórnar hegðun út frá dómgreind og forsjálni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.