Engeyjarlag
Engeyjarlag er bátalag lítilla árabáta (með seglum) við Faxaflóa á seinni hluta 19. aldar kennt við Engey þar sem þeir voru jafnan smíðaðir og aðferðin þróaðist.
Bátum með laginu er lýst þannig að þeir hafi verið með beinu, lotuðu stefni og skut og fremur stokkreistir en skábyrtir. Þeir voru stöðugir oftast með tvemur seglum (sprytseglum), fokku og seinna klýfi.
Einkum var þeim fundið til lofs að vera léttir og liprir og því auðveldir undir árum og létt að sigla þeim og nokkuð hraðari.