Lífvald
Lífvald er hugtak sem mótað er af Michel Foucault. Það byggir á hugmyndum um að samfélagið hafi breyst úr einveldi miðalda þar sem yfirvöld höfðu dauðavald yfir fólki, gátu ákveðið hver lifði og hver dó yfir í ögunarsamfélag hins iðnvædda kapítalisma og sé núna að breytast í stýringarsamfélag þar sem viðmið valds færist í að vera lífið sjálft og hvernig því er lifað.
Heimildir
breyta- Hjörleifur Finnsson, „Af nýju lífvaldi: Líftækni, nýfrjálshyggja og lífsiðfræði“, Hugur 15 (1) (2003, útg. 01.01.2004), bls. 174 - 196.
- „Valdabrölt 1: Lífvald“[óvirkur tengill], umfjöllun á Rás 1