Emera Incorporated er kanadískt eignarhaldsfélag sem skráð er á verðbréfamarkaðinum í Toronto. Félagið fjárfestir í rafmagnsframleiðslu, flutningi og dreifinga, auk gasframleiðslu dreifingu og sölu.

Merki Emera.

Emera Incorporated (EMA-TSX) er orku-og þjónustufyrirtæki í Halifax, Nova Scotia, Kanada. Raforkuframleiðsla er kjarnastarfsemi Emera. Félagið á að fullu tvö dótturfélög sem heyra undir eftirlitsskylda starfssemi, Nova Scotia Power Inc (NSPI) sem rekur eftirlitsskylda starfssemi á sviði raforkuvinnslu, flutnings og dreifingar þjónustu til um 486.000 viðskiptavina í Nova Scotia, og Bangor Hydro-Electric Company (Bangor Hydor), sem er raforkuframleiðandi og dreifingarfyrirtæki er þjónar um 117.000 viðskiptavinum í Maine fylki í Bandaríkjunum.

Auk fjárfestinga í rafmagnsframleiðslu og -dreifingu á Emera Brunswick Pipeline Company Ltd. sem á og rekur 145 km gasleiðslukerfi í New Brunswick sem flytur fljótandi gas (LNG) frá Saint John, New Brunswick til Bandaríkjanna.

Emera á einnig fyrirtækið Bayside Power, sem rekur 260 MW gasbrennslu- raforkuver í Saint John, New Brunswick og fyrirtækið Emera Energy Services, sem sérhæfir sig í jarðgasi, orkusölu og eignastýringu. Þá er á Emera hluta í fallorkufyrirtækinu Bear Swamp, sem er 600 MW orkuver byggt á uppdælingu vatns í norðanverðru Massachusetts fylki. Emera á 12,9% í fyrirtækinu Maritimes & Northeast Pipeline.

Emera er með höfuðstöðvar í Halifaxborg, Nova Scotia í Kanada.

Emera á 19% af St. Lucia Electricity Services Ltd., sem þjónar meira en 50.000 viðskiptavinum eyjunni St. Lucia í Karíbahafinu og 25% í Grand Bahama Power Company sem þjónar 19.000 viðskiptavinum á eyjunni Grand Bahama í Karíbahafi.

Emera hefur lagt aukna áherslu á fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum. Félagið á 8,2% hluta í sjávarfalla-orkufyrirtækinu Open Hydro, hlut í Atlantic Hydrogen Inc. sem sérhæfir sig í vetnis- og kolefnavinnslu og að auki hefur Emera fjárfest í vindorkuverkefninu Digby Wind Power Project.

Emera á 5,3 milljarða $ í eignum. Hjá fyrirtækinu starfa um 2350 manns.

Saga breyta

Emera var stofnað við einkavæðingu orkufyrirtækisins Provincial Crown Corporation Nova Scotia Power Incorporated (NSPI) árið 1991.

Árið 1999 var NSPI endurskipulagt með stofnun Nova Scotia Power Holdings Inc NSPI varð að öllu leyti í eigu dótturfélags NSPHI, sem sett var á markað á í verðbréfahöllinni í Toronto í Kanada sama ár (TSX: EMA). Í viðleitni til að leggja áherslu á vöxt utan Nova Scotia, var NSPHI síðan endurnefnt Emera Incorporated ári síðar.

Vöxtur Emera hefur verið mikill. Fyrirtækið hefur stækkað síðari ár fjárfestingum utan Nova Scotia með fjárfestingum í Karíbahafi og víðar. Aukin áhersla er lögð á fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum.

Tenglar breyta