Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns

Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1978. Á henni syngja Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson dægurlög eftir Jenna Jóns. Útsetningar: þórir Baldursson. Hljóðritun á hljómsveitarundirleik fór fram í Hamburger Studio í München í Þýzkalandi og leikur Þórir ásamt þarlendum hljómlistarmönnum. Hljóðritun á söng fór fram í Tóntækni hf. Reykjavik undir umsjá Þóris Baldurssonar og þar lék Grettir Björnsson á harmoniku í laginu Ólafur sjómaður.

Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns
Bakhlið
SG - 115
FlytjandiElly Vilhjálms og Einar Júlíusson
Gefin út1978
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnÞórir Baldursson
Hljóðdæmi


Lagalisti

breyta
  1. Lipurtá - Lagið hlaut fyrstu verðlaun í danslagakeppni útvarpsins 1966 - Elly og Einar syngja
  2. Brúnaljósin brúnu - Lagið hlaut fyrstu verðlaun í danslagakeppni SKT 1954 - Einar syngur
  3. Við fljúgum - Elly syngur
  4. Sjómannskveðja - Elly og Einar syngja
  5. Ömmubæn - Einar syngur
  6. Viltu koma - Lagið hlaut önnur verðlaun í danslagakeppni SKT 1956 - Elly og Einar syngja
  7. Vökudraumur - Lagið hlaut þriðju verðlaun í danslagakeppni SKT 1953 - Elly og Einar syngja
  8. Lítið blóm - Elly syngur
  9. Heim - Einar syngur
  10. Ólafur sjómaður - Lagið hlaut þriðju verðlaun í danslagakeppni útvarpsins 1966 - Elly og Einar syngja
  11. Mamma mín - Elly syngur
  12. Hreyfilsvalsinn - Lag þetta var á sínum tíma tileinkað starfsfélögum Jenna á Hreyfli - Elly og Einar syngja