Eldstæði

Eldstæði er innrétting þar sem kveikja má eld með öruggum hætti. Núorðið eru eldstæði í heimahúsum yfirleitt til skrauts en sögulega voru þau notuð til upphitunar herbergja eða húsa, matreiðslu og lýsingar. Orðið arinn á við opið eldstæði. Yfir arni er oft arinhilla sem upprunalega var ætlað til að fanga reykinn. Reykháfur leiðir reyk sem verður til við brennslu úr eldstæðinu og út úr húsinu.

Nútímalegt opið eldstæði

Í eldstæðum má brenna ýmiss konar eldsneyti. Það eldsneyti sem verður fyrir valinu er breytilegt eftir heimssvæðum og í gegnum söguna. Á Norðurlöndum var eldiviður oft notaður vegna trjáauðgi. Nú á dögum eru til eldstæði sem ganga fyrir jarðgasi eða rafmagni.

Áhrif viðarreyks á heilsu og umhverfiBreyta

Áhrif á heilsuBreyta

Viðarreykur losar mikið magn af hættulegum efnum. Því hefur oft verið líkt við sígarettureyk, þar sem magn krabbameinsvaldandi efna er mun hærra og gerir viðarreyk um 30-falt meira krabbameinsvaldandi en sígarettureykur.[1] Viðarreykur ýtir til að mynda undir alvarleika og veldur astma, lungnaþembu, lungnakrabbameini, æðasjúkdómum, blóðtappa og hjartaáföllum.[2]

Áhrif á umhverfiBreyta

Ein klukkustund af viðarbruna í eldstæði veldur svipaðri umhverfismengun og bílferð frá Reykjavík til Mývatns.[3] Í Evrópu er útblástur sótagna meiri frá viðarbruna en allri umferð lagðri saman.[4] Þar að auki tekur á bilinu 50-80 ár af enduruppgræðslu að jafna útblástur gróðurhúsalofttegunda þegar tré er fellt og brunnið.[5]

Árið 2018 var gefin út íslensk vefsíða, eldstaedi.is, sem gefur upplýsingar um áhrif viðarreyks á heilsu og umhverfi. Hún var samstarf við Þröst Þorsteinsson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, Ásu Einarsdóttur sérfræðing í barnalækningum og bráðalækningum, hollensku vefsíðuna www.luchtfonds.nl og Ferdinand Leferink formann tveggja góðgerðastofnana, Enar Kornelius Leferink háskólanema og David Marshall hugbúnaðarverkfræðingi í vefsíðusmíð.[6]

Tengt efniBreyta

TilvísanirBreyta

  1. „Wood vs Cigarette Smoke - Australian Air Quality Group - Woodsmoke“. woodsmoke.3sc.net. Sótt 20. desember 2020.
  2. „Links | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Sótt 20. desember 2020.
  3. „Environment | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Sótt 20. desember 2020.
  4. „Environment | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Sótt 20. desember 2020.
  5. „Environment | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Sótt 20. desember 2020.
  6. „About | Wood Smoke“. eldstaedi.is. Sótt 20. desember 2020.