Eitur í flösku
Einn úr hópnum er valinn til að vera hann og snýr baki í aðra sem eru með. Þau halda í þann sem er hann og hann byrjar að segja „eitur í …“ einhverju, t.d. tösku, tölvu, húsi, grasi... Þegar hann segir eitur í flösku hlaupa öll sem halda í hann burt frá honum og hann reynir að klukka sem flesta. Þeir sem hann klukkar standa með aðra hendi upp í loft og setja fætur sundur. Til þess að frelsa þá sem hafa verið klukkaðir þarf einhver annar sem er frjáls að skríða á milli fóta þess þess sem hefur verið náð. Það er bannað að klukka einhvern sem er í miðju kafi að frelsa.[1]
Sjá einnig
breyta- ↑ Arnardóttir 1986-, Arna Margrét (2020-05). Patreksskóli : nýting skólalóðar - afþreying nemenda (Thesis thesis).