Einstaklingar í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla

Í íslenskum lögum og reglugerðum er talað um „einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla“ eða politically exposed person (PEP). Hugtakið lýsir einstaklingi sem hefur verið falið að gegna opinberu embætti. PEP getur þannig verið í meiri áhættu fyrir hugsanlega þátttöku í mútumálum og eða öðrum spillingarmálum í krafti stöðu sinnar. Hugtakið PEP er vanalega notað um viðskiptavini fjármálastofnanna á meðan “foreign official” vísar til áhættu vegna tengsla þriðja aðila í öllum atvinnugreinum.

Skilgreining Financial Action Task Force on Money Laundering á Foreign og Domestic PEP’s:

Erlend (Foreign) PEP´s: Erlendir einstaklingar sem gegna opinberu embætti, t.a.m þjóðhöfðingjar, ráðherrar, þingmenn, háttsettir embættismenn, dómarar, ráðamenn í hernum, stjórnendur opinberra fyrirtækja eða stofnanna og leiðtogar stjórnmálaflokka.

Innlend (Domestic) PEP´s: Einstaklingar sem gegna opinberu embætti innanlands, t.a.m þjóðhöfðingjar, ráðherrar, þingmenn, háttsettir embættismenn, dómarar, ráðamenn í hernum, stjórnendur opinberra fyrirtækja eða stofnanna og leiðtogar stjórnmálaflokka.

Kröfurnar ná jafnframt yfir fjölskyldumeðlimi eða nána samstarfsmenn og alla einstaklinga aðra sem opinber vitneskja eða vitneskja er um innan fjármálastofnunar að vera tengdur persónulega eða tengdur í viðskiptalegum skilningi.

Flestar fjármálastofnanir meta PEP sem hugsanlega áhættu og framkvæma frekara eftirlit með bankareikningum aðila sem falla undir þennan flokk. Kannað er með stjórnmálaleg tengsl við upphaf viðskiptasambands og er það hluti af áreiðanleikakönnun fjármálastofnunarinnar (e. onboarding). Í nýrri tilskipun um peningaþvætti (Fourth Anti- Money Laundering Directive) er þess krafist að reikningar sem falla undir PEP verði skimaðar (screening) til að fylgjast með áhættumatinu sem þeim tengist.

Heimildir

breyta