Einherjar í norrænni goðafræði eru þeir sem hafa látið lífið í bardaga og eru leiddir Valhallar af valkyrjum. Orðið merkir „sá sem berst einn“. Í Valhöll éta einherjar göltinn Sæhrímni, sem er lífgaður við næsta dag til að þeir geti étið hann aftur. Þeir drekka mjöð og undirbúa sig undir Ragnarök.

Valhöll (1905), málverk eftir Emil Doepler
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.