Einfölduð kínversk tákn

stöðlul tákn notuð á meginlandi Kína

Einfölduð kínversk tákn (简体字; jiǎntǐzì) eða einfölduð kínverska (简体中文; jiǎntǐ zhōngwén) eru staðlaðar einfaldanir á hefðbundnum kínverskum táknum. Þær eru aðallega notaðar í Alþýðulýðveldinu Kína og Singapúr. Þeim er hægt að líka við letur í latnenskum málum, meining táknanna breytist ekki hvort sem notuð eru einfölduð eða hefðbundin tákn. Einfölduð tákn týna þó oft sögu sinni og orðsifjafræði, til dæmis þegar flóknum óreglulegum táknum sem hafa þróast í yfir 3000 ár er skipt út fyrir tvær strokur (til dæmis þegar 幾 verður 几). Ekki eru öll einfölduðu táknin frábrugðin þeim hefðbundnu, og í mörgum þeirra breytist aðeins einn liður táknsins á reglulegan máta.