Einar Másson
Einar Másson (d. 1196) var ábóti í Munkaþverárklaustri frá því að Hallur Hrafnsson ábóti lést árið 1190 og til dauðadags. Hann var því hinn fjórði í röðinni af ábótum klaustursins.
Fátt er vitað um Einar en þess hefur verið getið til að dóttir hans hafi verið Jórunn Einarsdóttir, sem kann að hafa verið kona Styrmis fróða Kárasonar, sem síðar varð príor í Viðeyjarklaustri. Um það er þó ekkert vitað með vissu.
Einar lést 1196 og tók þá Ormur Skeggjason við klaustrinu.