Einar Kristjánsson leikur á tvöfalda harmoniku
Einar Kristjánsson leikur á tvöfalda harmoniku er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1979. Á henni leikur Einar Kristjánsson ásamt Garðari Jakobssyni gömul danslög. Ljósmyndin á framhlið plötuumslagsins er frá Akureyri frá því um þarsíðustu aldamót og var hún tekin af Hallgrími Einarssyni ljósmyndara. Myndin var góðfúslega lánuð af Minjasafninu á Akureyri. Myndirnar af Einari og Garðari tók Ljósmyndastofa Páls, Akureyri.
Einar Kristjánsson leikur á tvöfalda harmoniku | |
---|---|
SG - 125 | |
Flytjandi | Einar Kristjánsson |
Gefin út | 1979 |
Stefna | Harmonikulög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Lagalisti
breyta- Norska bóndabrúðkaupið - vals
- Sjóarlandspolki
- Hermundarfellsræll
- Arnbjargarpolki
- Árnatrilli
- Friðnýjarpolki
- Guðjónsræll
- Dalsballið - marsúrki
- Dansað á Bensahólum - polki
- Hún Gunna mín stökk upp á þekjuna - skottís
- Ef einhver maður sér unga stúlku - polki
- Ég hef verið í London, Liverpool og Hull - skottís
- Vakri Skjóni - polki
- Þórshafnar-ballið - ræll
- Síðasti maður á dekk - vals
- Gavotte - gamall franskur vals
- Valsasyrpa - Komdu nú vinur því dansinn er dunandi, - Í réttunum dansa ég stöðugt við Stínu, - Komdu kæra mín, - Komdu og kysstu mig, - Nú skaltu heyra mitt ljúfasta lag, - Stúlkurnar segja gagga gagga, - Nú lifnar vor í dalnum, - Þá myndu hossa þér hátt, - Við hefjum dansinn.
- Napoleonans-marsinn
- Kväsar-valsinn
- Garðstunguballið
- Geltir, ræll
- Skerjagarðsstelpan, vals
- Hann hana biður, skottís
- Ágústarpolki
- Flöguballið, ræll
- Fiðlan hans Jóa, skottís
- Er grundin fer að grænka, vínarkrus
- Stjáni sonur Stennu, skottís
- Hún Gunna mín er svo góð við mig, polki
- Þótt ég dansi, polki