Samtökin '78
Samtökin '78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi.
Samtökin '78 | |
Stofnað | 9. maí 1978 |
Forseti | Bjarndís Helga Tómasdóttir |
Varaforseti | Kristmundur Pétursson |
Heimilisfang | Suðurgata 3, 101 Reykjavík |
Netfang | skrifstofa@samtokin78.is |
Vefsíða | www.samtokin78.is |
Saga
breytaSamtökin '78 voru stofnuð þann 9.maí árið 1978 í Reykjavík. Hörður Torfason var meginaflið bakvið stofnun félagsins en hann boðaði sjálfur stofnfundinn í maí 1978. Að honum meðtöldum sátu alls 12 karlmenn stofnfund félagsins þ.á m. Heimir Guðmundsson, Þórhallur Tryggvason og Guðni Baldursson.[1] Guðni Baldursson var kjörinn fyrsti formaður Samtakanna '78 á fundinum og gegndi hann því embætti á árunum 1978–1986.[2]
Hagsmunafélög
breytaMörg önnur hinsegin félagasamtök eiga aðild að Samtökunum '78 og má þess vegna kalla félagið regnhlífarsamtök fyrir önnur félagasamtök sem tengjast hinsegin baráttu, menningu og starfi. Hagsmunafélögin eru 12 talsins og eru þau öll sjálfstætt starfandi.[3]
- Ásar á Íslandi
- BDSM á Íslandi
- Félag hinsegin foreldra
- Intersex Ísland
- Íþróttafélagið Styrmir
- HIN – Hinsegin Norðurland
- Hinsegin Austurland
- Hinsegin dagar – Reykjavík Pride
- Hinsegin kórinn
- Q – Félag hinsegin stúdenta
- Trans Ísland
- Trans vinir – Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi
Þjónusta og innra starf
breytaFræðsla
breytaSamtökin '78 bjóða upp á fræðslu um hinseginleika. Fræðarar Samtakanna ’78 er hópur af þjálfuðu starfsfólki og verktökum. Fræðslan styður að upplýstri umræði og þekkingu á málefnum hinsegin fólks. Samtökin '78 bjóða upp á fjölbreytta fræðslu fyrir öll skólastig, kennara, heilbrigðisstarfsfólk og fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að um 15.500 manns hafi hlotið fræðslu frá Samtökunum' 78 árið 2023[4]
Ráðgjöf
breytaSamtökin '78 bjóða upp á ókeypis ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og aðstandendur þess. Ráðgjafar félagsins eru allir fagmenntaðir og bjóða þeir m.a. upp á félagsráðgjöf, sálfræðiráðgjöf og lögfræðiráðgjöf.[5] Árið 2023 voru 1662 ráðgjafatímar hjá Samtökunum '78.
Stuðningshópar
breytaSamtökin '78 bjóða upp á ýmsa stuðningshópa fyrir hinsegin fólk og aðstandendur þar sem fólk getur komið og deilt reynslu og ráðum á meðal jafningja. Stuðningshópum er stýrt af fagmenntuðum ráðgjöfum Samtakanna '78[6]
Formenn Samtakanna '78
breytaFormenn samtakanna frá upphafi eru:
- Guðni Baldursson (1978-86)
- Þorvaldur Kristinsson (1986-1989)
- Lana Kolbrún Eddudóttir (1989-1990)
- Guðrún Gísladóttir (1990-1991)
- Þorvaldur Kristinsson (1991-1993)
- Lana Kolbrún Eddudóttir (1993-1994)
- Margrét Pála Ólafsdóttir (1994-1997)
- Percy Stefánsson (1997)
- Margrét Pála Ólafsdóttir (1997-1999)
- Matthías Matthíasson (1999-2000)
- Þorvaldur Kristinsson (2000-2005)
- Hrafnhildur Gunnarsdóttir (2005-2007)
- Frosti Jónsson (2007-2010)
- Svanfríður Lárusdóttir (2010-2011)
- Guðmundur Helgason (2011-2013)
- Anna Pála Sverrisdóttir (2013-2014)
- Hilmar Hildarson Magnúsarson (2014-2016)
- María Helga Guðmundsdóttir (2016-2019)
- Þorbjörg Þorvaldsdóttir (2019-2022)
- Álfur Birkir Bjarnason (2022-2024)
- Bjarndís Helga Tómasdóttir (2024-)
Tengt efni
breyta- Samkynhneigð
- Tvíkynhneigð
- Pankynhneigð
- Eikynhneigð
- Kynhneigð
- Kynvitund
- Kyngervi
- Trans
- Intersex
- Kynsegin
- Guðni Baldursson fyrsti formaður Samtakanna 78
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. „Þrjátíu Ára Stríðið“. Afmælisrit Samtakanna '78. Samtökin '78, 2008: 26-27. .
- ↑ https://gayiceland.is/2017/gudni-baldursson-memoriam/
- ↑ „Hagsmunafélög“. Samtökin '78. Sótt 11. apríl 2019.
- ↑ „Ársskýrsla Samtakanna '78 2023-2024“ (PDF). 2024.
- ↑ „Um ráðgjöfina“. Samtökin '78. Sótt 11. apríl 2019.
- ↑ „Stuðningshópar“. Samtökin '78. Sótt 20. febrúar 2023.