Eiginfjárhlutfall
Eiginfjárhlutfall er hlutfallið á milli eigin fjár fyrirtækis og bókfærðs virðis eigna þess.
Eiginfjárhlutfallið segir einnig til um það að hve miklu leyti fyrirtækið hefur skuldsett sig.
Hátt eiginfjárhlutfall er vísbending um það að fyrirtækið eigi vel fyrir skuldum sínum og hafi fjármagnað sig með hagnaði fyrri ára og hlutafé frekar en skuldasöfnun.