Eigið fé[1] (e. owners equity) fyrirtækis, er skilgreint sem heildareignir að frádregnum skuldum skv. bókhaldi fyrirtækisins. Eigið fé fyrirtækis er stundum kallað bókfært virði þess.

eigið fé = heildar eignir - skuldir

Eigið fé má einnig setja fram sem samtölu hlutafjár fyrirtækisins og óráðstafaðs hagnaðar frá fyrri árum að frádregnum hlutabréfum sem fyrirtækið kann að eiga í sjálfu sér.

eigið fé = hlutafé + hagnaður - eigin bréf

Neikvætt eigið fé, þ.e. ef skuldir eru hærri en bókfært virði eigna, er vísbending um það að fyrirtækið sé í raun gjaldþrota.

Tenglar breyta

Tilvísun breyta

  1. equity[óvirkur tengill]