Egyptalandsher

(Endurbeint frá Egyptian Armed Forces)

Egyptalandsher (arabíska: القوات المسلحة المصرية‎) er herafli Egyptalands. Hann er stærsti herinn í Afríku og Mið-Austurlöndum. Egypski landherinn telur tæplega hálfa milljón manna að talið er, og hefur aðgang að 1.000.000 manna varasveit. Hann var stofnaður árið 1922 og skiptist í landher, flugher, flota og loftvarnalið.

Herinn hefur mikil pólitísk ítök í Egyptalandi. Allir forsetar landsins frá stofnun lýðveldis 1952 voru áður herforingjar nema Mohamed Morsi sem herinn steypti af stóli eftir aðeins ár í embætti.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.