Egils Gull
Egils Gull er íslenskur lagerbjór, framleiddur af Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni. Egils Gull kom á markað þann 1. mars 1989.[1] Auk Íslands hefur Egils Gull verið seldur í Kanada.[2]
Áfengishlutfall bjórsins er 5% og er hann framleiddur í eftirfarandi stærðum:[3]
- 330 mL glerflöskum
- 330 mL dósum
- 500 mL dósum
- 25 L kútum
Egils Gull vann World Beer Cup árið 2008[1] og World Beer Awards 2011.[2]
Tenglar
breytaHeimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Egils Gull[óvirkur tengill] Bjórspjall
- ↑ 2,0 2,1 Egils Gull vann virtustu bjórverðlaun í heimi Vísir.
- ↑ Egils Gull ÁTVR