Efnahagslegt réttlæti
Efnahagslegt réttlæti er það hugtak sem notað er til að skýra jafna dreifingu gæða til handa þeim sem teljast hluti efnahagskerfis eða samfélags, en þessi dreifing er tilkomin vegna stefnumótunar yfirvalda og þeirra siðferðilegu gilda sem nýtt eru þar. Til að efnahagslegt réttlæti geti þrifist verður það ná til þjóðfélagsþegnanna sem og samfélagsins sjálfs í gegnum þær stofnanir og stoðir sem snúa að efnahagslífinu. Efnahagslegt réttlæti snýst í grunninn um það að auka velferð og bæta lífskjör einstaklinga, hópa og þjóða, en hugtakið á rætur sínar að rekja til siðfræði, hagfræði og trúarbragða.
Þrennskonar réttlæti
breytaEfnahagslegt réttlæti er oftast skilgreint með tilliti til þriggja tegunda réttlætis.
Dreifiréttlæti
breytaDreifiréttlæti snýr að því hvernig stofnanir dreifa ávinningi og byrðum samfélagsins á sem réttlátastan hátt á þegnana. Hugmyndin um slíkt réttlæti nær allt aftur í forngríska heimspeki, nánar tiltekið til ritsins Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles. Aristóteles skilgreindi dreifiréttlæti svo að gæðum eða hverju öðru sem mætti skipta á milli þegna, væri skipt eftir settu viðmiði og myndi þannig tryggja jafnan hlut allra. Viðmiðin væru hinsvegar sett af hverju samfélagi fyrir sig til að tryggja að þau samræmdust stjórnarfari þeirra. Þannig væru viðmiðin til að mynda ekki þau sömu í lýðræðisríkjum og þeim er hefðu fámennisstjórn. Líklegt er að þegnar lýðræðisríkja fengju jafnan hlut gæðanna á meðan þegnar fámennisstjórnarinnar fengju ekkert, heldur myndu gæðin einfaldlega renna til þeirra sem færu með völdin þar.[1]
Refsi- eða betrunaréttlæti
breytaRefsi- og betrunarréttlæti kemur inn á hversu réttlátar og sanngjarnar refsingar eru. Réttlæti refsinga byggist á því að til greina séu tekin atriði eins og hversu alvarlegur glæpurinn er og hvort að um ásetning sé að ræða. Önnur atriði á borð við litarhátt, trú eða kyn eiga ekki að hafa áhrif á ákvörðun refsingar vegna glæps. Það gefur auga leið að það myndi ekki teljast sangjarnt eða réttlátt að hörundsdökkur maður væri dæmdur til refsivistar í tíu ár fyrir að stela súkkulaðistykki á meðan að hvítur maður fengi einungis sekt eða skilorðsbundinn dóm fyrir sama brot.[2]
Jöfnunarréttlæti
breytaJöfnunaréttlæti snýr að því að aðilar fái sanngjarnar bætur frá þeim sem ollu þeim skaða. Bætur í slíkum tilfellum miðast við það tjón sem þolandi verður fyrir, hvort sem það telst fjárhagslegt, líkamlegt eða andlegt, eða jafnvel allt þrennt.[2]
Sjálfbærni
breytaSjálfbærni er dæmi um efnahagslegt réttlæti. Sjálfbær þróun er mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Þessi skilgreining á sjálfbærni þróun er hvað þekktust og kom fram árið 1987 í skýrslu sem kennd er við þáverandi forsætisráðherra Noregs, svo kölluð Brundtland skýrslan. Eins og fram kemur er markmiðið að komandi kynslóðir búi ekki við verri skilyrði en núverandi kynslóð og nýting auðlinda fari ekki yfir ákveðin þröskuld sem gerir þær óendurnýtanlegar. Þegar kemur að endurnýtanlegum auðlindum er það ekki vandamál en það sama gildir ekki um óendurnýtanlegar auðlindir, þar skapast sá vandi að öll nýting í dag skerðir birgðir sem kynslóðir framtíðarinnar hafa til umráða. Það er hægt að takast á við þann vanda með öðrum hætti. Sjálfbærni má ná með því að nýtingu auðlinda í dag til að fjárfestingu í öðrum auð sem er jafn mikill og núvirt virði allra framtíðargæða sem fórnað er með aukinni neyslu í dag. Hægt er að auka birgðir endurnýtanlegra auðlinda eins og skóglendi og votlendi eða byggt upp birgðir af mannauð og fjármagni sem nýtist til framleiðslu gæða fyrir kynslóðir framtíðarinnar.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Martín Hevia. Reasonableness and Responsibility: A Theory of Contract Law. Springer Netherlands, 2013, bls. 184. ISBN 978-94-017-8111-4.
- ↑ 2,0 2,1 Manuel Velasquez, Claire Andre, Thomas Shanks, S J, Michael J. Meyer: „Justice and Fairness“. Santa Clara University, 1990, [skoðað 07. apríl 2015].
- ↑ C.B. Field. Naturual Resource Economics: An Introduction. Illinois, Waveland Press, 2008.
Heimildir
breyta- Hevia, M. (2013). Reasonableness and Responsibility: A Theory of Contract Law. Rotterdam: Springer Netherlands.
- Velasquez, M., Andre C., Shanks,T., J, S., Meyer, M.J. (1990). Justice and Fairness. Sótt 7. apríl 2015 af http://www.scu.edu/ethics/practicing/decision/justice.html
- Field, C. B. (2008). Naturual Resource Economics: An Introduction (2. útgáfa).